Kólga wear
Um Kolga wear
Kólga wear er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á hágæða fatnaði og hlífðarbúnaði fyrir atvinnugreinar sem starfa við krefjandi aðstæður — þar á meðal sjávarútveg, eldi , landbúnað, byggingariðnað og önnur störf þar sem öryggi, ending og þægindi skipta öllu máli.
Við leggjum metnað í að bjóða eingöngu vörur sem standast ströngustu kröfur um gæði og virkni, og höfum við valið að vinna náið með traustum framleiðendum sem hafa sannað sig á heimsvísu.
Umboðsaðili Grundéns á Íslandi
Kolga wear er umboðsaðili fyrir hið virta sænska vörumerki Grundéns, sem hefur um árabil verið leiðandi á sviði fatnaðar og hlífðarfatnaðar fyrir sjómenn og útivistarfólk. Grundéns er þekkt fyrir vatnsheldan, slitsterkan og endingargóðan fatnað sem stenst íslenskar aðstæður – sama hvort unnið er á sjó, í fiskvinnslu eða við landbúnaðarstörf.
Fyrir fagfólk sem treystir á fatnaðinn sinn
Við vinnum með fyrirtækjum og einstaklingum um allt land og leggjum áherslu á persónulega þjónustu, faglega ráðgjöf og sanngjarnt verð. Hjá Kolgawear færðu ekki aðeins gæði – heldur einnig þjónustu sem stendur undir nafni.
Dýjaveitur ehf. er eigandi Kolga wear
kt. 5304160700.
s. 7751040
veidifelagid@veidifelagid.is
Nóatún 17, 105 Reykjavík
VSK-númer 123958